Nýjasti landsliðsmaðurinn sterkur í sigri

Óskar Ólafsson leikur með Drammen.
Óskar Ólafsson leikur með Drammen. Ljósmynd/Drammen

Drammen vann nauman 24:23-sigur á Runar í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Óskar Ólafsson nýjasti landsliðsmaður Íslands var sterkur hjá Drammen og skoraði fjögur mörk. 

Fyrir helgi var Óskar valinn í sautján manna hóp fyr­ir leik­ina gegn Lit­há­en og Ísra­el í undan­keppni EM sem fram fara í Laug­ar­dals­höll­inni 4. og 7. nóv­em­ber.

Óskar hef­ur leikið með Drammen und­an­far­in ár og er al­inn upp í Nor­egi. Hann hef­ur verið lyk­ilmaður í varn­ar­leik liðsins en látið meira að sér kveða í sókn­ar­leikn­um en áður á þessu keppn­is­tíma­bili.

Drammen er í öðru sæti deildarinnar m eð 13 stig, einu stigi á eftir Arendal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert