Þrjár breytingar á landsliðinu fyrir leikinn í dag

Björgvin Páll Gústavsson er með í dag.
Björgvin Páll Gústavsson er með í dag. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur gert þrjár breytingar á íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM sem hefst kl. 16 á Ásvöllum í dag.

Þrír þeirra leikmanna sem eru í 20 manna hópnum og fóru ekki til Portúgals í fyrri leikinn eru með í dag. Það eru Björgvin Páll Gústavsson markvörður, Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson.

Viktor Gísli Hallgrímsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson eru hins vegar ekki með í dag.

mbl.is