Stella tekur slaginn með Fram

Stella Sigurðardóttir í leik gegn Stjörnunni árið 2013.
Stella Sigurðardóttir í leik gegn Stjörnunni árið 2013. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir sjö ára hvíld frá handknattleiksiðkun hefur Stella Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðskona, samið við Fram og mun leika með liðinu á þessu keppnistímabili. 

Fram tilkynnti þetta í dag.

Stella var í lykilhlutverki hjá liði Fram þegar liðið keppti ár eftir ár um Íslands- og bikarmeistaratitla við Stjörnuna og Val. Hún lék síðast í Danmörku tímabilið 2013 - 2014 en hætti keppni vegna höfuðáverka. 

Stella verður 31 árs í mars en viðloðandi Fram eru leikmenn sem hún lék ófáa leikina með á sínum tíma í Fram og landsliðinu eins og Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sem hafa verið í barneignarfríi undanfarna mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert