Aldrei gefast upp

Aki Egilsnes og félagar í KA áttu ótrúlegan endasprett gegn …
Aki Egilsnes og félagar í KA áttu ótrúlegan endasprett gegn Val. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aldrei hætta, aldrei gefast upp. Þrátt fyrir að staðan sé erfið má ekki gefast upp. Leikur KA og Vals í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudaginn var sýndi og sannaði að þetta er ekki búið fyrr en síðasta nóta feitu konunnar fjarar út.

Valur var með 27:23-forskot þegar um þrjár mínútur voru eftir en leiknum lauk með 27:27-jafntefli. Undirritaður fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu en þegar Arnór Snær Óskarsson skoraði 27. mark Vals skellti hann sér í eldamennskuna, viss um að úrslitin væru ráðin.

Eftir kvöldmat kíkti ég yfir úrslit kvöldsins. Um leið og ég sá lokatölurnar frá Akureyri var ég handviss um að ég þyrfti sterkari gleraugu. Þetta gat ekki staðist.

Eftir nánari athugun sá ég að KA jafnaði með ótrúlegum endaspretti, sem minnti helst á þegar Ísland tapaði niður þriggja marka forskoti á mettíma gegn Austurríki á EM á heimavelli Austurríkismanna árið 2010.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »