Taka slaginn í efstu deild

Kría ætlar sér að spila í efstu deild.
Kría ætlar sér að spila í efstu deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kría tryggði sér sæti í efstu deild karla í handbolta með sigri á Víkingi í umspili á dögunum. Óvíst var hvort liðið myndi taka slaginn í efstu deild, en nú hafa forráðamenn félagsins staðfest að liðið ætli sér nýta sér réttinn til að spila í deild þeirra bestu næsta vetur.

Handbolti.is greindi frá í dag og segir í netmiðlinum að undirbúningur félagsins sé þegar hafinn.

Tvö lið frá Seltjarnarnesi verða því í deildinni á næstu leiktíð en þar fyrir er Grótta.

mbl.is