Blóðtaka fyrir Valsmenn

Róbert Aron Hostert mun ekki geta leikið með Val næstu …
Róbert Aron Hostert mun ekki geta leikið með Val næstu mánuðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er á leið í aðgerð á hægri öxl eftir helgi og verður af þeim sökum frá keppni í 8-12 vikur.

Handbolti.is greinir frá.

„Ég hef ýtt á undan mér síðustu ár að fara í aðgerð á öxlinni. Nú er staðan orðin þannig að ég get ekki frestað henni lengur,“ sagði Róbert Aron í samtali við Handbolta.is

Aðgerðin verður framkvæmd næstkomandi mánudag og verði hann frá allar 12 vikurnar mun Róbert Aron ekki sjá fram á að spila aftur með Val fyrr en eftir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert