Rúmenía engin hindrun fyrir Noreg

Þórir Hergeirsson getur leyft sér að vera ánægður með úrslitin …
Þórir Hergeirsson getur leyft sér að vera ánægður með úrslitin í kvöld. AFP

Noregur fer með fullt hús stiga í milliriðil á HM kvenna í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar. 

Noregur vann í kvöld stórsigur á Rúmeníu 33:22 sem lengi hefur verið í hópi sterkustu landsliða í Evrópu. Noregur vann alla þrjá leikina í C-riðli og Rúmenía vann tvo af þremur. 

 Frakkland vann Svartfjallaland 24:19 og vann alla leikina í A-riðli en Svartfjallaland hafnaði í 3. sæti riðilsins á eftir Slóveníu. 

Rússland vann Serbíu örugglega 32:22 í B-riðli og Rússland fer með fullt hús í milliriðil eins og Noregur og Frakkland. 

Svíþjóð og Holland gerðu jafntefli 31:31 í D-riðli og liðin fengu bæði 5 stig í D-riðli en Holland er með betri markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert