Sex íslensk mörk í bikarsigri

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skara hafði betur gegn Skånela í 1. umferð sænska bikarsins í handbolta í dag, 30:21.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Skara og Ásdís Guðmundsdóttir tvö, en þær komu báðir til Skara frá KA/Þór í sumar.

Ásamt Skara og Skånela eru Hallby og Kungsangens einnig í riðli 6.

mbl.is