Áfall fyrir Fram

Jóhanna Hlín Hansdóttir í leik með Frömurum.
Jóhanna Hlín Hansdóttir í leik með Frömurum. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson

Jónína Hlín Hansdóttir leikur ekki með kvennaliði Fram í handknattleik á komandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Jónína Hlín er á leið í nám í dýralækningum í Kosice í Slóvakíu.

Jónína Hlín, sem er 22 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Fram á síðustu leiktíð en hún lék einnig hluta af síðasta keppnistímabili með Aftureldingu.

Hildur Þorgeirsdóttir og Stella Sigurðardóttir lögðu skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð og þá fór Emma Olsson til Þýskalands.

Þá er óvíst hvort og hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir og Karen Knútsdóttir snúa aftur á völlinn. 

mbl.is
Loka