Fyrsti sigur Aftureldingar

Blær Hinriksson skoraði mest fyrir Aftureldingu.
Blær Hinriksson skoraði mest fyrir Aftureldingu. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding sigraði Gróttu 29:25 í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.

Afturelding vann þar með sinn fyrsta sigur og er með þrjú stig eftir fjóra leiki en Grótta er með fjögur stig eftir tvo sigra í fyrstu þremur umferðunum.

Afturelding byrjaði betur og komst í 4:1 en Grótta svaraði fljótt og komst yfir um miðjan fyrri hálfleik. Liðin skiptust á um forystuna en Grótta skoraði tvö síðustu mörkin fyrir hlé og var með forystu í hálfleik, 13:12.

Eftir jafnræði framan af síðari hálfleik komst Afturelding fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 23:19, og síðan 25:20, og þann mun réðu Seltirningar ekki við.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 6, Birkir Benediktsson 5, Ihor Kopyshysnkyi 5, Einar  Ingi Hrafnsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Bergvin Þór Gíslason 1.

Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann 7, Theis Koch Sondergard 6, Ari Pétur Eiríksson 4, Jakob Ingi Stefánsson 3, Ágúst  Emil Grétarsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Jóel Bernburg 1.

mbl.is