Með fullt hús eftir enn einn spennuleikinn

Oddur Gretarsson fagnar marki.
Oddur Gretarsson fagnar marki. Ljósmynd/Balingen

Balingen hafði betur gegn Motor Zaporozhye í þýsku 2. deildinni í handbolta á heimavelli Balingen í dag, 33:32.

Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk fyrir Balingen en Daníel Þór Ingason lék ekki að þessu sinni, væntanlega vegna meiðsla.

Balingen er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Lokatölurnar í leikjum Balingen til þessa eru áhugaverðar, því liðið hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum til þessa með eins marks mun.

Motor Zaporozhye er frá Úkraínu en var boðið að spila í þýsku 2. deildinni í vetur, vegna ástandsins þar í landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert