Mögnuð byrjun Ýmis og félaga

Ýmir Örn Gíslason og félagar eru með fullt hús á …
Ýmir Örn Gíslason og félagar eru með fullt hús á toppnum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Minden, 37:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Ýmir Örn Gíslason átti fínan leik fyrir Löwen, skoraði þrjú mörk og stóð fyrir sínu í vörninni að vanda.

Liðið hefur farið afar vel af stað á leiktíðinni og er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki.

Erlangen hafði betur gegn Bergischer á heimavelli, 30:27. Arnór Þór Gunnarsson komst ekki á blað hjá Bergischer en Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen, sem er í fjórða sæti með 11 stig. Bergischer er í 13. sæti með fjögur.

Þá vann Hannover-Burgdorf 28:27-heimasigur á Hamburg. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, sem er í sjötta sæti með tíu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert