Komum aftur á morgun og vinnum leikinn

Þórey Rósa Stefánsdóttir skorar fyrir íslenska liðið gegn Ísrael í …
Þórey Rósa Stefánsdóttir skorar fyrir íslenska liðið gegn Ísrael í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég hélt að við værum með svipuð gæði en Ísland var með betra lið. Við lékum vel gegn þeim í fyrri hálfleik og leikurinn var jafn en svo stungu þær okkur af í seinni hálfleik,“ sagði Oliynik Yevgeny þjálfari Ísraela eftir 34:26 tap fyrir íslenska kvennaliðinu í handbolta að Ásvöllum í dag þegar leikinn var fyrri leikur liðanna í forkeppni heimsmeistaramótsins.

Ísrael var betur undirbúið og hafði upplýsingar um leikstíl og leikmenn íslenska liðið og ætlar sér betri niðurstöðu á morgun sunnudag. 

„Við sáum marga leiki íslenska liðsins og settum saman myndband af þeim.  Við vissum þess vegna hvernig liðið spilaði og á hvaða hraða en komum betur tilbúnar í seinni leikinn á sunnudag og þetta verður í lagi hjá okkur.   Við förum nú á hótelið, hvílum okkur og förum yfir leikinn, skoðum myndbönd og komum svo aftur á morgun og vinnum leikinn,  bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert