Jafnt eftir dramatík í Mosfellsbæ

Aron Dagur Pálsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld.
Aron Dagur Pálsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding og Valur skildu jöfn, 30:30, í miklum spennuleik í Olísdeild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld.

Valur var með 16:14-forskot í hálfleik, en Afturelding var sterkari í seinni hálfleik og var hársbreidd frá því að vinna, en Arnór Snær Óskarsson tryggði Valsmönnum stig með marki úr víti, hálfri mínútu fyrir leikslok.

Valsmenn náðu mest fimm marka forskoti snemma í seinni hálfleik, 22:17. Þá kom góður kafli hjá Aftureldingu, sem minnkaði muninn í eitt mark, 24:23, og jafnaði kjölfarið í 26:26. Eftir æsispennandi lokakafla, skiptu liðin með sér stigunum.

Valur er með 23 stig og fimm stiga forskot á toppnum. Afturelding er í þriðja sæti með 17 stig.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 11, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Ihor Kopyshynskyi 5, Einar Ingi Hrafnsson 3, Blær Hinriksson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Birkir Benediktsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 11, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 8, Vignir Stefánsson 6, Bergur Elí Rúnarsson 4, Aron Dagur Pálsson 4, Róbert Aron Hostert 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12.

mbl.is