Litháinn áfram á Selfossi

Vilius Rasimas.
Vilius Rasimas. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litháíski handboltamarkvörðurinn Vilius Rasimas verður áfram í röðum Selfoss en hann gerði nýjan tveggja ára samning við félagið. 

Rasimas hefur frá komu sinni verið lykilmaður í liði Selfyssinga og var meðal annars valinn besti leikmaður félagsins tímabilið 2021 ásamt því að vera valinn besti markvörður úrvalsdeildarinnar það tímabil. 

Rasimas kom til Selfoss frá þýska liðinu EHV Aue en hann hefur einnig leikið í Póllandi, Frakklandi og heimalandi sínu. Rasimas hefur einnig verið landsliðsmarkvörður Litháa síðan 2010. 

Selfoss er sem stendur í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert