Mögnuð tilþrif Viktors valin best (myndskeið)

Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi mögnuð tilþrif í Meistaradeildinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi mögnuð tilþrif í Meistaradeildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Viktor Gísli Hallgrímsson átti bestu tilþrif markvarða í seinni leikjum 12-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Landsliðsmarkvörðurinn, sem leikur með franska liðinu Nantes, átti glæsilega tvöfalda vörslu í leik liðsins gegn Wisla Plock frá Póllandi.

Því miður fyrir Viktor og félaga dugði varslan ekki til, því pólska liðið fagnaði sigri og sæti í átta liða úrslitum.

Tilþrifin glæsilegu má sjá hér fyrir neðan, en vörslur Viktors má sjá eftir 45 sekúndur af myndskeiðinu. 

mbl.is