Glæsilegur sigur Aftureldingar í fyrsta leik

Jón Bjarni Ólafsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld.
Jón Bjarni Ólafsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Afturelding er komin í 1:0 í einvígi sínu gegn FH í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir útisigur í fyrsta leik í Kaplakrika í kvöld, 32:29. Næsti leikur fer fram í Mosfellsbæ á miðvikudag og þarf þrjá sigra til að verða meistari.

FH byrjaði betur og sóknarleikur liðsins var til fyrirmyndar framan af í fyrri hálfleik. Var staðan 9:5 eftir 13 mínútur og margir að leggja sitt að mörkum í sókninni. Hinum megin var Þorsteinn Leó Gunnarsson með öll fimm mörk Aftureldingar og þurfti meiri hjálp frá liðsfélögum.

FH komst svo sex mörkum yfir í stöðunni 13:7. Afturelding neitaði hins vegar að gefast upp og með góðum kafla undir lok hálfleiksins tókst Mosfellingum að minnka muninn í eitt mark, sem var munurinn í hálfleik, 17:16.

Þorsteinn Leó var markahæstur hjá Aftureldingu í fyrri hálfleik. Hinum megin var Ásbjörn Friðriksson með fimm.

Þorsteinn Leó Gunnarsson fór gjörsamlega á kostum.
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór gjörsamlega á kostum. mbl.is/Óttar Geirsson

Afturelding byrjaði vel í seinni hálfleik og jafnaði í 18:18 í upphafi hans. Var það í fyrsta skipti frá því í stöðunni 5:5 að staðan var jöfn. Afturelding komst yfir í kjölfarið, 20:19, í fyrsta skipti frá því í stöðunni 3:2.

Gestirnir voru tveimur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 28:26. Mosfellingar voru áfram skrefi á undan næstu mínútur og var munurinn eitt mark þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, 29:28.

Afturelding var sterkari á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur. 

FH 29:32 Afturelding opna loka
60. mín. Leik lokið Glæsilegur sigur hjá Aftureldingu, sem var sex mörkum undir í fyrri hálfleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert