Hafsteinn og Frami sigruðu á lokadegi Landsmóts

Frami frá Ketilsstöðum og Elín Holst sigruðu í B-flokki.
Frami frá Ketilsstöðum og Elín Holst sigruðu í B-flokki. Eggert Jóhannesson

Í dag var lokadagur Landsmóts hestamanna 2018 í Víðidal. Fjöldi manns var viðstaddur í áhorfendabrekkunni til að fylgjast með úrslitakeppnunum en A- og B-flokkarnir þykja gríðarlega sterkir í ár. Í B-flokki gæðinga varð Landmótssigurvegari Frami frá Ketilsstöðum með einkunnina 9,14. Knapi hans og eigandi er Elin Holst. Hún hlaut einnig Gregesen-styttuna, en verðlaunin eru veitt í minningu Ragnars Gregesen, sem var fyrirmynd hestamanna í snyrtilegum klæðaburði og umhirðu hestsins. Styttan veitist þeim knapa sem skarar fram úr í A- eða B-flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburðavel hirtum hesti.

Elin Holst og Jakob Svavar Sigurðsson.
Elin Holst og Jakob Svavar Sigurðsson. Eggert Jóhannesson

Annar í B-flokki varð Landsmótssigurvegarinn frá 2016, Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, og Jakob Svavar Sigurðsson með 9,09 og munaði því örlitlu á þeim efstu.

Lokaatriði Landsmótsins voru A-úrslitin í A-flokki. Helsti munur A- og B-flokks felst í því að í A-flokki er sýnt skeið sem ekki er gert í B-flokki. Sigurvegari varð Hafsteinn frá Vakurstöðum og knapi hans Teitur Árnason. Annar varð Atlas frá Lýsuhóli og knapi hans Jóhann Kristinn Ragnarsson með 8,84.

Einnig voru veitt verðlaun Félags tamningamanna í ár, FT fjöðurin, en þau hlaut í ár Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Verðlaunin eru veitt þeim knapa sem þykir sýna gott samspil knapa og hests auk þess að sýna útgeislun og jákvæðni í samskiptum.

Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason sigruðu A-flokki í A-úrslitunum ...
Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason sigruðu A-flokki í A-úrslitunum í dag. Eggert Jóhannesson
Efstu þrjú í A-úrslitum A-flokks.
Efstu þrjú í A-úrslitum A-flokks. Eggert Jóhannesson
Knapinn Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hlaut verðlaun Félags tamningamanna í ár, ...
Knapinn Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hlaut verðlaun Félags tamningamanna í ár, FT fjöðrina. Eggert Jóhannesson
Margmenni fyldist með spennandi úrslitakeppnum á lokadegi Landsmóts hestamanna í ...
Margmenni fyldist með spennandi úrslitakeppnum á lokadegi Landsmóts hestamanna í dag. Eggert Jóhannesson
Svalt og vindasamt var í Víðidal í dag en áhorfendur ...
Svalt og vindasamt var í Víðidal í dag en áhorfendur voru vel dúðaðir. Eggert Jóhannesson
mbl.is