Kaupið Alfreð í sumar

Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu gegn Argentínumönnum.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu gegn Argentínumönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle vilja að félagið kaupi íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason í sumar en Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands frá upphafi á HM þegar hann jafnaði metin gegn Argentínumönnum í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi á laugardaginn.

Alfreð, sem leikur með þýska liðinu Augsburg þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna, hefur af og til verið orðaður við Newcastle en hann skoraði 12 mörk fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og varð markahæsti leikmaður liðsins.

Stuðningsmenn Newcastle hafa óskað eftir því að forráðamenn félagsins fái Alfreð í sumar en hér má sjá nokkrar twitter-færslur frá þeim.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla