Heitið hærri bónus fyrir sigur gegn Íslandi

Nígeríumenn á æfingu í gær.
Nígeríumenn á æfingu í gær. AFP

Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að hækka bónusgreiðslur til leikmanna nígeríska landsliðsins ef þeim tekst að vinna sigur á Íslendingum þegar liðin mætast í 2. umferð D-riðilsins á HM í knattspyrnu í Volgograd á föstudaginn.

Upphaflega átti bónusgreiðslan að vera 10 þúsund dollarar en íþróttamálaráðherra Nígeríu greindi frá því í gærkvöld að ákveðið hafi verið að hækka upphæðina í 15 þúsund dollara.

Nígeríumenn töpuðu fyrir Króötum 2:0 í fyrstu umferðinni á laugardaginn og með tapi gegn Íslendingum á föstudaginn gætu þeir verið úr leik á HM.

„Það var óheppilegt að við unnum ekki leikinn sem hefði verið mikil hvatning fyrir liðið í riðlakeppninni en við höfum ekki gefið upp vonina,“ sagði íþróttamálaráðherrann.

„Ég hvatti leikmenn til að vera einbeittir og að standa saman með þjálfaranum. Ef við vinnum Ísland og Argentínu þá komust við áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert