Hansen markakóngur á HM

Mikkel Hansen smellir kossi á bikarinn.
Mikkel Hansen smellir kossi á bikarinn. AFP

Daninn Mikkel Hansen endaði sem markakóngur á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Herning í Danmörku í gærkvöld.

Hansen, sem var valinn besti maður heimsmeistaramótsins, skoraði 72 mörk, 13 mörkum meira en norski hornamaðurinn Magnus Jøndal.

Norðmaðurinn Sander Sagosen átti flestar stoðsendingarnar á mótinu en hann varð fimmti markahæsti maður keppninnar.

Markahæstir:

72 - Mikkel Hansen, Danmörku

59 - Magnus Jøndal, Noregi

58  - Ferrán Solé, Spáni

56 - Uwe Gensheimer, Þýskalandi

51 - Sander Sagosen, Noregi

48 - Kiril Lazarov, Makedóníu

46 - Youssef Ben Ali, Egyptalandi

46 - Erwin Feuchtmann, Síle

Flestar stoðsendingar:

47 - Sander Sagosen, Noregi

41 - Igor Karacic, Króatíu

39 - Fabian Wiede, Þýskalandi

38 - Kiril Lazarov, Makedóníu

37 - Mikkel Hansen, Danmörku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert