Allir með á æfingunni í gær

Elvar Örn Jónsson fékk höfuðhögg í leiknum gegn Marokkó en …
Elvar Örn Jónsson fékk höfuðhögg í leiknum gegn Marokkó en virðist hafa sloppið með skrekkinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið flutti sig um set í Egyptalandi í gær og er búið að koma sér fyrir á hóteli á nýjum stað. Þar verður liðið meðan á keppni í milliriðlinum stendur en Ísland mun mæta Sviss, Frakklandi og Noregi í borginni 6. október í Egyptalandi.

Þegar Morgunblaðið ræddi við fjölmiðlafulltrúa HSÍ, Kjartan Vídó Ólafsson, í gær var landsliðið á æfingu og dagskráin hafði verið þétt. Hópurinn færði sig á milli staða, leikmenn funduðu með þjálfurum og æfðu í æfingahöllinni. Allir leikmenn Íslands voru með á æfingunni og því er ekki útlit fyrir að höfuðhöggin sem Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fengu gegn Marokkó dragi dilk á eftir sér.

Öll sex liðin í milliriðlinum eru á sama hóteli sem er um 500 metra frá píramídunum sem Egyptar eru frægir fyrir. Að sögn Kjartans er hópurinn nú skimaður fyrir kórónuveirunni á hverju kvöldi. Þar hafa mótshaldarar gefið í vegna þeirra smita sem komið hafa upp á mótinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »