Getum gert margt betur

Elliði Snær Viðarsson í færi gegn Brasilíu í lokaleik Íslands …
Elliði Snær Viðarsson í færi gegn Brasilíu í lokaleik Íslands á mótinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi.

„Ég held að flestir hafi gert sér vonir og væntingar um að liðið myndi enda í efstu átta sætum mótsins og það voru raunhæfar væntingar að mínu mati,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í úrvalsdeildinni og fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollands í samtali við Morgunblaðið.

„Það voru auðvitað einhverjir sem vildu að liðið færi ennþá lengra en svo voru aðrir sem voru svartsýnni á gengi liðsins. Mér þykir þó líklegt að markmið liðsins hafi verið að komast í átta liða úrslitin,“ sagði Erlingur.

Viðtalið við Erling er í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »