Emil valinn bestur hjá Íslandi

Emil Alengård fagnar marki.
Emil Alengård fagnar marki. mbl.is/Golli

Emil Alengård var í kvöld valinn besti leikmaður Íslands í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í íshokkíi sem lauk í Laugardalnum í kvöld. 

Tilkynnt var um valið í kvöld en Emil skoraði tvívegis í mótinu og lagði upp þrjú mörk. Hann var valinn maður leiksins á móti Serbíu. 

Markvörðurinn Dennis Hedström var tvívegis valinn maður leiksins, á móti Eistlandi og Króatíu. Bróðir hans Robin Hedström var valinn bestur á móti Nýja-Sjálandi og Andri Mikaelsson á móti Spáni.

mbl.is