Kóngarnir fremstir

Luc Robitaille varaborgarstjóri í Los Angeles fagnar með liðsmönnum Kings ...
Luc Robitaille varaborgarstjóri í Los Angeles fagnar með liðsmönnum Kings eftir sigurinn í Stanley-bikarnum. mbl.is/afp

Los Angeles Kings vann Stanleybikarinn sem sigurvegarinn í úrslitakeppni NHL íshokkídeildarinnar eftir 6:1 sigur á New Jersey Devils hér í Staples Center í sjötta leik liðanna í þessum lokaúrslitum.

Þetta var í fyrsta sinn sem Kings vinnur titilinn, en liðið kom inn í deildina fyrir 45 árum þegar sex liðum var bætt við.

Tárugir stuðningsmenn liðsins í kringum mig fögnuðu gífurlega í leikslok, enda margt búið að sækja leiki liðsins um árabil án þess að hafa verið nálægt því að fagna meistaratitlinum. Frammistaða liðsins kom mjög á óvart eftir erfiða deildarkeppni.

Kings rétt skreið inn í úrslitakeppnina í síðasta sæti Vesturdeildar eftir erfitt keppnistímabil. Mikið var ætlast af liðinu eftir að liðshópurinn var styrktur síðasta sumar, en illa gekk lengst af deildarkeppninni og það kostaði þjálfara liðsins, Terry Murray, starfið. Við tók gamla brínið Darryl Sutter, sem var ginntur til að yfirgefa búgarð sinn í Kanada til að taka við þjálfuninni. Hann var fljótur að snúa hlutunum við og kom liðinu inn í úrslitakeppnina í lok deildarkeppninnar.

Grein Gunnars í heild er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Los Angeles fagna marki í úrslitum Stanley-bikarsins.
Los Angeles fagna marki í úrslitum Stanley-bikarsins. mbl.is/afp