Herborg fetaði í rákir systur sinnar

Herborg Rut Geirsdóttir.
Herborg Rut Geirsdóttir. Ljósmynd/facebook

Herborg Rut Geirsdóttir, 16 ára landsliðskona í íshokkí, var um helgina valin ein þriggja bestu sóknarmanna í úrvalslið norska héraðameistaramótsins í íshokkí í flokki 18 ára og yngri.

Á mótinu léku fimm norsk héraðslið og var Herborg í liði Östfold sem hafnaði í 3. sætinu.

Með því að vera valin í úrvalslið mótsins fetaði Herborg í fótspor, eða kannski frekar rákir, Þorbjargar Evu systur sinnar sem valin var í úrvalslið mótsins árið 2014. Systurnar léku þá saman í liði og fögnuðu gullverðlaunum.

Herborg spilar alla jafna með Sparta Warriors sem leikur í efstu deild Noregs, og hefur verið þar fyrirliði síðasta árið þrátt fyrir sinn unga aldur. Þær Þorbjörg Eva voru báðar í íslenska A-landsliðinu sem lék í B-riðli 2. deildar HM á Akureyri síðasta vetur.

Það var lið Rogalands sem fagnaði sigri á mótinu um helgina, en Suður-Þrændalög unnu til silfurverðlaunanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert