Kristín verður liðsfélagi Ragnhildar

Kristín Ingadóttir er komin til Svíþjóðar.
Kristín Ingadóttir er komin til Svíþjóðar. Ljósmynd/farjestadbk.se

Íshokkíkonan Kristín Ingadóttir er gengin til liðs við sænska félagið Färjestad og mun hún leika með liðinu í vetur. Färjestad er í B-deildinni og rétt missti af sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. 

Kristín fetar í fótspor Ragnhildar Kjartansdóttur sem áður hafði samið við Färjestad. Kristín spilaði með liði Reykjavíkur síðasta vetur á meðan Ragnhildur var í Íslandsmeistaraliði SA. 

Voru þær báðar í íslenska landsliðinu sem lék í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Rúmeníu í vor, þar sem liðið fékk brons. 

mbl.is