Fjölnir hélt sér uppi - Þór úr Þorlákshöfn féll

Úrslitin í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik réðust í kvöld og það kom í hlut Þórs úr Þorlákshöfn að falla, ásamt Haukum. Þórsarar þurftu að sigra Njarðvík og voru yfir nær allan tímann en Njarðvík komst framúr á lokasprettinum og vann leikinn, 91:86. Í Grafarvogi vann Fjölnir sigur á Tindastóli, 94:87, og með þeim úrslitum tókst Fjölnismönnum að bjarga sér frá falli. Nemanja Sovic átti stóran þátt í því en hann skoraði 41 stig fyrir Grafarvogspiltana í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert