Jón Arnór með 5 stig í tapleik hjá Lottomatica Roma

Jón Arnór Stefánsson í leik með Lottomatica Roma.
Jón Arnór Stefánsson í leik með Lottomatica Roma. mbl.is/Ferraro Mimmo

Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir Lottomatica Roma þegar liðið tapaði fyrir Siena, 85:73, í fyrstu viðureign liðanna um ítalska meistaratitilinn í körfuknattleik. Jón lék í 23 mínútur og skoraði eina tveggja stiga körfu úr tveimur skotum og hann skoraði eina 3ja stiga körfur úr fjórum tilraunum.

Fyrstu tveir úrslitaleikirnir fara fram í Siena en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður ítalskur meistari.

mbl.is

Bloggað um fréttina