Ísland - Danmörk, í myndum

Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamikill í liði Íslands gegn Dönnum.
Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamikill í liði Íslands gegn Dönnum. mbl.is/hag

Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla sigraði Dani sannfærandi í Laugardalshöllinni í gær, 77:71, í B-deild Evrópumótsins. Þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni en Danir, sem léku í A-deild í síðustu keppni, hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Haraldur Guðjónsson ljósmyndari Morgunblaðsins var á leiknum í Höllinni í gær og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók.

mbl.is