Booker vill spila með íslenska landsliðinu

Frank Booker.
Frank Booker. Ljósmynd/karfan.is

Körfuboltamaðurinn Frank Booker yngri, leikmaður bandaríska háskólaliðsins Oklahoma Sooners, segir vera reiðubuinn að spila með íslenska landsliðinu í sumar.

Frank Booker er í viðtali við karfan.is en karl faðir hans, Frank Booker spilaði hér á landi á árum áður og vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu. Hann er án efa einn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur hér á landi.

„Mér gengur bara nokkuð vel. Ég átti við bakmeiðsli að stríða sem leiddu niður í fótinn á mér í upphafi leiktíðar en hef fengið bót á meinum mínum og líður vel og þetta gengur bara nokkuð vel hjá okkur,“ segir Frank Booker jr. í viðtali við

<a href="http://karfan.is/read/2015/02/17/frank-booker-yrdi-heidur-ad-spila-fyrir-land-mitt" target="_blank">karfan.is.</a>

Frank segist reglulega heyra sögur af gamla kallinum og hans afrekum hér á landi. „Ég hef heyrt af því að hann var að setja niður alla þessa þrista þarna heima og hann hefur sagt mér sögur. Hann talar ennþá um þetta og augljóslega var þetta góður tími hjá honum.“ 

<strong>En hvað um Ísland og íslenska landsliðið er það inni í myndinni hjá honum?</strong>

„Ég held auðvitað góðu sambandi við mömmu og systur mínar heima á Íslandi og í mér rennur íslenskt blóð. Það yrði að sjálfsögðu heiður fyrir mig að spila fyrir íslenska landsliðið og ef á mig yrði kallað myndi því kalli vera svarað.

Ég heyrði í þjálfaranum (innsk.  Craig Pedersen) síðasta sumar en komst þá ekki til æfing vegna skólans hjá mér hérna úti. En ég hef ekki heyrt í honum síðan en hefði viljað heyra í honum með sumarið og hvort einhver verkefni væru framundan. Við pabbi höfum rætt þetta saman og hann sagði að þetta yrði mjög gott fyrir mig,“ sagði Frank við karfan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert