Golden State óstöðvandi á heimavelli

Klay Thompson er hér að skora tvö af 40 stigum ...
Klay Thompson er hér að skora tvö af 40 stigum fyrir Golden State. AFP

Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Golden State bar sigurorð af Philadelphia, 117:105, og var þetta 53. heimasigur liðsins í röð. Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 40 stig en Stephen Curry hafði aldrei þessu vant frekar hægt um sig og skoraði 20 stig. Golden State hefur þar með unnið 66 leiki á tímabilinu en tapað aðeins 7.

LA Lakers tapaði enn einum leiknum og nú fyrir Washington á heimavelli, 101:88. Lakers hefur þar með 58 leikjum á tímabilinu en sigurleikirnir eru aðeins 15. John Wall skoraði 22 stig fyrir Washington en D'Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig. Kobe Bryant skoraði 17 stig og þar af 15 í fyrri hálfleik.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers - Denver 105:90
Indiana - Houston 104:101
Sacramento - Dallas 133:111
Golden State - Philadelphia 117:105
LA Lakers - Washington 88:101

mbl.is