Breiðablik hélt sér á lífi

Tyrone Wayne Garland átti stórleik í kvöld.
Tyrone Wayne Garland átti stórleik í kvöld. Ljósmynd/Facebook-síða Breiðabliks

Breiðablik vann Val, 82:80, í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta í Valshöllinni í kvöld. Blikar minnkuðu muninn í einvíginu í 2:1 með sigrinum, en Valur hefði komist í úrslitaeinvígið með sigri í kvöld. 

Valsmenn byrjuðu betur og var staðan í hálfleik 48:37, Val í vil. Breiðablik vann hins vegar þriðja leikhlutann 23:16 og fjórða leikhlutann 22:16 og þar með leikinn. 

Tyrone Garland fór á kostum í liði Breiðabliks og skoraði hann 34 stig, Urald King var með 26 fyrir Val. Fjórði leikur liðanna fer fram á fimmtudag í Smáranum. 

Valur - Breiðablik 80:82

  • Valshöllin, 1. deild karla, 20. mars 2017.
  • Gangur leiksins:: 5:4, 11:12, 16:14, 18:18, 25:21, 31:25, 41:35, 48:37, 53:39, 55:41, 58:55, 64:58, 70:66, 76:75, 78:80, 80:82.
  • Valur: Urald King 26/9 fráköst, Austin Magnus Bracey 18/6 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 12/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 11/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 10/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 3/11 fráköst/3 varin skot.
  • Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
  • Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 34/4 fráköst, Egill Vignisson 14/6 fráköst/3 varin skot, Snorri Vignisson 13/4 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 11/7 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 6, Birkir Víðisson 3, Þröstur Kristinsson 1.
  • Fráköst: 12 í vörn, 9 í sókn.
  • Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert