Jakob sterkur í lokaumferðinni

Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í dag.
Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jakob Örn Sigurðarson fór mikinn með liði Borås Basket í lokaleik sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Uppsala, 87:71.

Jakob Örn skoraði 20 stig og var næststigahæstur í liði Borås, en hann tók þar að auki 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Borås hafnaði í 5. sæti deildarinnar, en efstu átta liðin fara í úrslitakeppnina. Borås mætir þar einmitt liði Uppsala, sem hafnaði í 4. sætinu.

mbl.is