Tvíburar og þríburar saman í landsliðinu

Þríburarnir Thea Ólafía, Natalía Jenný og Anna Margrét Jónsdætur ásamt ...
Þríburarnir Thea Ólafía, Natalía Jenný og Anna Margrét Jónsdætur ásamt tvíburunum Hilmi og Huga Hallgrímssonum. Ljósmynd/Facebook

Það var heldur óvenjuleg staða í U15 ára landsliðum Íslands í körfubolta í keppnisferð til Danmerkur um helgina, þar sem bæði mátti sjá tvíbura og þríbura.

Þær Thea Ólafía, Natalía Jenný og Anna Margrét Jónsdætur frá Grindavík voru í stúlknaliðinu, en Anna Margrét puttabrotnaði reyndar rétt fyrir mótið og var því ekki með á vellinum, en fór út til þess að styðja liðið.

Að auki voru það svo tvíburarnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir sem koma úr Vestra. Vakin var athygli á þessu í Facebook-hópi þar sem fjallað er um landsliðin í Copenhagen-Invitational sem fram fór í Farum í Danmörku.

mbl.is