Hester áfram hjá Tindastóli

Antonio Hester.
Antonio Hester. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Körfuboltamaðurinn Antonio Hester verður áfram í herbúðum Tindastóls, en feykir.is greinir frá þessu. Hester kom til félagsins um mitt síðasta tímabil er Tindastóll losaði sig við Mamadou Samb og Pape Seck. 

Hester lék mjög vel með Tindastóli og skoraði hann 23,4 stig og tók 10,8 fráköst í 20 leikjum. Hester var eftirstóttur af liðum á Íslandi og erlendis en hann kaus að lokum að vera áfram í Skagafirði. 

mbl.is