Bryndís Guðmundsdóttir með barni

Bryndís Guðmundsdóttir.
Bryndís Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Bryndís Guðmundsdóttir, landsliðskona í körfubolta, leikur ekki með Snæfelli á næstu leiktíð þar sem hún er ófrísk. Þetta staðfesti hún í viðtali við karfan.is í dag. 

Bryndís hefur leikið með Snæfelli síðustu tvær leiktíðir, en þar á undan lék hún með Keflavík. Hún hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla á glæstum ferli. 

Hún bætir við að meiri líkur en minni séu á að hún hafi lagt skóna á hilluna. 

mbl.is