McCarthy til Snæfells á ný

McCarthy mun leika með Snæfelli á næstu leiktíð.
McCarthy mun leika með Snæfelli á næstu leiktíð.

Bandaríkjakonan Kristen Denise McCarthy hefur skrifað undir eins árs samning við körfuknattleikslið Snæfells. McCarthy lék með Snæfelli tímabilið 2014-2015 og varð deildar- og Íslandsmeistari með liðinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

„Síðan Kristen lék á Íslandi síðast hefur hún leikið í Rúmeníu og Þýskalandi þar sem hún hefur leikið vel og skorað í kringum 16 stig í leik í þeim deildum. Kristen er okkur Snæfellsfjölskyldunni vel kunnug en hún hefur haldið miklu og góðu sambandi við leikmenn, þjálfara og stjórnarfólk eftir að hún lék hérna og heimsótt liðið margoft.“

Hægt er að sjá færsluna í heild sinni hér að neðan. 

mbl.is