Jón Arnór til Keflavíkur

Jón Arnór Sverrisson í leik með Njarðvík.
Jón Arnór Sverrisson í leik með Njarðvík. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuboltalið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir veturinn því Jón Arnór Sveinsson hefur skrifað undir samning við félagið. Jón Arnór er uppalinn í Njarðvík en fór frá félaginu fyrr í mánuðinum, þar sem hann var ekki sáttur við spilatíma sinn. 

Jón Arnór gæti leikið með Keflavík gegn Grindavík er liðin mætast í Dominos-deildinni annað kvöld. Hann spilaði 21 leik fyrir Njarðvík á síðustu leiktíð, skoraði 3,4 stig, tók 4 fráköst og gaf 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Jón Arnór er sonur Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfar kvennalið Keflavíkur sem er Íslands- og bikarmeistari. 

mbl.is