Meistararnir áfram á sigurbraut

Draymond Green og David West fagna stigi fyrir Golden State ...
Draymond Green og David West fagna stigi fyrir Golden State Warriors í nótt. AFP

Golden State Warriors, sem er ríkjandi meistari í NBA-deildinni í körfubolta karla, hafði betur í sjöunda leiknum í röð þegar liðið lagði Orlando Magic að velli í nótt. Lokatölur í leiknum urðu 110:100, Golden State Warriors í vil. 

Lebron James var stigahæstur í liði Clevland Cavaliers með 23 stig þegar liðið bar sigur úr býtum gegn New York Knicks, 104:101. 

Kyle Korver var öflugur á lokasprettinum fyrir Clevland Cavaliers, en hann skoraði 19 af 21 stigi sínu í leiknum í fjórða leikhluta.  

Úrslit í leikjum næturinnar urðu eftirfarandi:

Orlando Magic - Golden State Warriors, 100:110
Clevland Cavaliers - New York Knicks, 104:101
Philadelphia 67ers - Los Angeles Clippers, 109:105
Sacramento Kings - Washington Wizards, 92:110
Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks, 103:110
New Orleans - Atlanta Hawks, 105:106
Los Angels Lakers - Phoenix Suns, 100:93
Minnesota Timberwolves - Utah Jazz, 109:98
Denver Nuggets - Portland Trail Blazers, 82:99 

mbl.is