Stjarnan bætir við sig Bandaríkjamanni

Sherrod Wright í leik með Haukum gegn Stjörnunni.
Sherrod Wright í leik með Haukum gegn Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur tryggt sér þjónustu bandaríska leikmannsins Sherrod Wright og mun hann leika með liðinu í Dominos-deildinni í vetur. Það er karfan.is sem greinir frá þessu.  

Wright er ekki að spila hér á landi í fyrsta skipti, en hann lék Haukum á síðasta keppnistímabili og tímabilið þar áður með spilaði hann með Snæfelli. Wright skoraði að 27 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali á þessum tveimur leiktíðum.

Stjarnan er með annan Bandaríkjamann sínum herbúðum, Collin Pryor, og mun hann halda áfram að leika með félaginu. Einungis er leyfilegt að hafa einn erlendan leikmann í einu á vellinum í Dominos-deildinni.

Stjarnan er sem stendur í 8. -10. sæti Dominos-deildarinnar með tvo sigra í þeim sex deildarleikjum sem liðið hefur spilað. 

mbl.is