Njarðvík vann á Króknum

Logi Gunnarsson skoraði 29 stig fyrir Njarðvík á Sauðárkróki í ...
Logi Gunnarsson skoraði 29 stig fyrir Njarðvík á Sauðárkróki í kvöld. mbl.is/Golli

Njarðvíkingar gerðu góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þegar þeir sigruðu þar Tindastól, 100:93, í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Staðan í hálfleik var 58:46, Njarðvíkingum í hag, og þeir héldu góðu forskoti mestallan síðari hálfleikinn. Þeir eru þá komnir með 12 stig eftir 10 leiki en Tindastóll tapaði sínum öðrum leik í röð og er áfram með 14 stig í hnífjafnri toppbaráttu deildarinnar.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Njarðvíkinga og náðu þeir smá forystu, Tindastólsmenn voru fljótir að komast yfir  Fyrstu fjörðungur endaði 31:30 fyrir Stólana. Í öðrum leikhluta mættu Njarðvíkurmenn af fullum krafti, hertu vörnina og bættu í sóknarleikinn á meðan lítið gekk hjá Stólunum. Njarðvíkingar unnu annan leikhluta 27:14 og staðan í hálfleik 58:46, þeim í hag. Í þriðja leikhluta gerðu Stólar betur en í öðrum en hann endaði þó 24:23 fyrir Njarðvík og staðan 82:69.

Í fjórða leikhluta voru Stólarnir betri og sýndu meiri baráttu en Njarðvík, spiluðu sterkari vörn og skipulagðari sókn en sá leikhluti fór 24:18 fyrir Tindastól. Leikurinn endaði því 100:93 fyrir Njarðvíkinga - sterkur sigur fyrir þá.

Logi Gunnarsson skoraði 29 stig fyrir Njarðvíkinga og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum en honum fylgdi og Terrell Vinson með 22 stig og 9 fráköst.

Antonio Hester spilaði óvænt með Tindastóli en ekki var reiknað með að hann yrði leikfær strax. Hann spilaði í 13 mínútur og skoraði 11 stig en Brandon Garrett spilaði hinar 27 mínúturnar og skoraði 28 stig. Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 22 stig og 4 stoðsendingar.

Tindastóll 93:100 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is