Óvæntustu úrslit vetrarins?

Sigmar Hákonarson skoraði 6 stig, tók 4 fráköst og átti …
Sigmar Hákonarson skoraði 6 stig, tók 4 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Hött í Keflavík í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Einhver óvæntustu úrslit vetrarins í Dominos-deild karla í körfuknattleik litu dagsins ljós í Keflavík í kvöld þegar heimamenn töpuðu þar fyrir botnliði Hattar frá Egilsstöðum, 95:93.

Keflvíkingar eru því áfram með 16 stig í áttunda sæti deildarinnar en eru áfram með tveggja stiga forskot á Þórsara í Þorlákshöfn sem einnig töpuðu í kvöld. Höttur er nú með 4 stig á botninum og eygir enn þá tölfræðilega von um að halda sér í deildinni en þarf þá að vinna alla fjóra leiki sína og Valur að tapa sínum fjórum leikjum.

Leikurinn var jafn og tvísýnn frá upphafi til enda. Keflavík var með nauma forystu í hálfleik, 48:46, og síðan voru liðin yfir til skiptis allan seinni hálfleikinn.

Staðan var 78:77 fyrir Keflavík að loknum þriðja leikhluta en Hattarmenn héldu áfram sínu striki og voru yfir, 85:84, þegar um 100 sekúndur voru eftir af leiknum. Þeir juku forskotið á lokamínútunni og innbyrtu sætan sigur.

Kelvin Lewis átti stórleik með Hetti og skoraði 35 stig og Bergþór Ægir Ríkharðsson skoraði 17 stig og tók 10 fráköst. Christian Jones skoraði 28 stig fyrir Keflavík og tók 14 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 20.

Gangur leiksins:: 6:1, 13:10, 18:16, 26:24, 33:31, 41:36, 45:38, 48:46, 48:49, 54:53, 55:58, 64:65, 72:73, 78:77, 84:82, 93:95.

Keflavík: Christian Dion Jones 28/14 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17, Ragnar Örn Bragason 10, Guðmundur Jónsson 6/6 fráköst/6 stolnir, Daði Lár Jónsson 5/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 5/7 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Höttur: Kelvin Michaud Lewis 35/7 fráköst/8 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 17/10 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 13/6 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 12/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 4/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 3.

Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Halldór Geir Jensson, Einar Þór Skarphéðinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert