Stjarnan setti pressu á Skallagrím

Danielle Rodriguez var sterk.
Danielle Rodriguez var sterk. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjarnan er komin í góða stöðu í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 69:65-heimasigur gegn Snæfelli í dag. Stjörnukonur eru í 4. sæti, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, með fjögurra stiga forskot á Skallagrím, en Borgnesingar eiga leik til góða.

Skallagrímur mætir Keflavík á morgun og svo eigast Stjarnan og Skallagrímur við í næstsíðustu umferðinni og er baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni því hörð. Danielle Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við 14 stigum. Kristen McCarthy gerði 24 stig og tók 17 fráköst fyrir Snæfell, sem getur ekki farið í úrslitakeppnina.

Í Hafnarfirði vann Breiðablik óvæntan sigur á deildarmeisturum Hauka, 82:79. Whitney Knight átti stórleik fyrir Breiðablik og skoraði 36 stig og tók 11 fráköst. Telma Lind Ásgeirsdóttir skoraði 14 stig. Hjá Haukum voru Helena Sverrisdóttir og Whitney Frazier stigahæstar með 21 hvor. Breiðablik er í 6. sæti og getur ekki komist í úrslitakeppnina. 

Valskonur eru í 2. sæti eftir 75:63-sigur á Njarðvík á útivelli. Alyah Whiteside skoraði 25 stig fyrir Val og þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir gerðu 10 stig hvor. Shalonda Winton skoraði 24 stig og tók 20 fráköst fyrir Njarðvík sem er á botninum án stiga. 

Haukar - Breiðablik 79:82

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. mars 2018.

Gangur leiksins:: 5:2, 15:4, 26:6, 26:12, 28:19, 32:27, 40:34, 42:36, 48:40, 52:46, 57:54, 62:59, 66:61, 68:69, 71:76, 79:82.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Whitney Michelle Frazier 21/10 fráköst/7 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 10/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8/3 varin skot, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4, Fanney Ragnarsdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Breiðablik: Whitney Kiera Knight 36/11 fráköst/5 varin skot, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Birgit Ósk Snorradóttir 10, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johann Gudmundsson, Gunnar Thor Andresson.

Njarðvík - Valur 63:75

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 17. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:3, 4:10, 7:21, 12:21, 20:26, 23:32, 30:38, 32:42, 37:44, 39:48, 50:53, 54:55, 56:61, 56:64, 58:68, 63:75.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 21 í sókn.

Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aron Runarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Stjarnan - Snæfell 69:65

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 17. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:4, 10:9, 16:11, 23:13, 26:19, 32:26, 36:31, 40:36, 40:36, 45:43, 47:45, 53:45, 53:50, 59:54, 64:60, 69:65.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Sveinn Bjornsson.

Áhorfendur: 95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert