Hallgrímur ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs

Hallgrímur Brynjólfsson mun aðstoða Baldur Þór Ragnarsson í Þorlákshöfn.
Hallgrímur Brynjólfsson mun aðstoða Baldur Þór Ragnarsson í Þorlákshöfn. mbl.is/Hari

Hallgrímur Brynjólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs í Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta en það er Karfan.is sem greinir frá þessu.

Hann mun aðstoða Baldur Þór Ragnarsson sem tók við þjálfun liðsins af Einari Árna í sumar en Baldur hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár.

Hallgrímur þekkir vel til í Þorlákshöfn þar sem að hann er uppalinn en hann þjálfaði kvennalið Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í vetur.

Hann stýrði kvennaliði Njarðvíkur alla leið í bikarúrslit á tímabilinu þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík.

mbl.is