Ísland mætti ofjörlum sínum

Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði átta stig.
Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði átta stig. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk skell í þriðja leik sínum í B-deild á Evrópumótinu í Rúmeníu í dag og tapaði fyrir Tékkum, 104:36. 

Tékkneska liðið var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútu og vann alla fjóra leikhlutana örugglega. Íslenska liðið hefur þar með unnið einn leik og tapað tveimur í fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu. 

Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði níu stig og var stigahæst íslenska liðsins og Ragnheiður Björk Ein­ars­dótt­ir gerði átta stig. Íslenska liðið fær frí á morgun og mætir svo Tyrklandi á miðvikudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert