Ísland valtaði yfir Georgíu

U18 ára liðið vann öruggan sigur á Austurríki.
U18 ára liðið vann öruggan sigur á Austurríki. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann sannfærandi 93:41-sigur á Georgíu í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki. 

Ísland lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 56:15 og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Íslenska liðið hefur þar með unnið einn leik og tapað einum leik á mótinu til þessa. 

Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 19 stig, Anna Ingunn Svansdóttir gerði 15 stig og þær Eygló Kristín Óskarsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir skoruðu 14 stig. Næsti leikur liðsins er á móti Rúmeníu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert