Yngri í ábyrgðarhlutverkum

Íslenska landsliðið er án Hauks Helga Pálssonar.
Íslenska landsliðið er án Hauks Helga Pálssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Helgi Pálsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 á sunnudag. Haukur er meiddur í nára en frá því var greint á blaðamannafundi þegar tólf manna leikmannahópurinn var kynntur. Jón Arnór Stefánsson er ekki heldur leikfær vegna meiðsla en hann gefur kost á sér í næstu leiki í nóvember eftir því sem næst verður komist.

Collin Pryor, leikmaður Stjörnunnar, er í hópnum en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu og lék sinn fyrsta landsleik í Noregi á dögunum. Þá fær Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson einnig tækifæri en hann var í stóru hlutverki í U20 árs landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM í fyrra.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert