Hamar vann Suðurlandsslaginn

Hamarsmenn unnu Suðurlandsslaginn.
Hamarsmenn unnu Suðurlandsslaginn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hamar hafði betur gegn Selfossi í fyrsta leik 1. deildar karla í körfubolta í gærkvöldi í Suðurlandsslag á Selfossi. Lokatölur urðu 90:81 og tryggðu Hamarsmenn sér sigurinn með góðum síðari hálfleik. 

Staðan í hálfleik var 43:37, Selfossi í vil, en Hamarsmenn unnu síðari hálfleikinn með 15 stiga mun og leikinn í leiðinni. 

Everage Richardson átti stórleik fyrir Hamar og skoraði 32 stig, Gabríel Sindri Möller skoraði 16 stig og Florijan Jovanov gerði 13 stig.

Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 22 stig fyrir Selfoss og þeir Matej Delinac og Maciek Klimaszewski skoruðu 17 stig hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert