Eitt skref í einu eftir höfuðhögg

Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið frá keppni frá því í …
Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið frá keppni frá því í febrúar á síðasta ári vegna höfuðhöggs sem hún fékk í leik Stjörnunnar gegn Snæfelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er byrjuð að æfa aftur á nýjan leik með Stjörnunni en þetta staðfesti hún í samtali við Morgunblaðið í gær.

Ragna hefur verið frá keppni frá því í febrúar á síðasta ári eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik Stjörnunnar og Snæfells í úrvalsdeild kvenna. Ragna hefur undanfarin þrjú ár leikið með Stjörnunni en hún er samningslaus í dag.

„Ég er að koma mér af stað aftur, hægt og rólega, og er farin að vera með á æfingum á nýjan leik. Það er eitthvað í það að ég muni spila minn fyrsta leik en það kemur að því á endanum. Ég er alls ekki hætt og ég mun spila körfubolta á nýjan leik, það er bara spurning hvenær,“ segir Ragna Margrét í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »